Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. maí 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögreglumenn á bifhjólanámskeiði

Bifhjólanámskeið fyrir lögreglumenn var haldið á dögunum en að því stóð Lögregluskóli ríkisins í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru átta en leiðbeinendur voru m.a. Árni Friðleifsson varðstjóri og Lúðvík Eiðsson lögreglufulltrúi. Námskeiðið stóð í eina viku en á því var kennd notkun bifhjóla við löggæslu. Í því felst m.a. góðakstur, forgangsakstur og umferðarpóstun fyrir fylgdarakstur. Sex þátttakendanna fara til starfa hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en tveir hjá lögreglunni á Suðurnesjum.