5. júní 2009
5. júní 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögreglumaður vinnur til gullverðlauna á smáþjóðaleikunum
Bjarni Skúlason lögreglumaður hjá Ríkislögreglustjóra náði frábærum árangri og vann til gullverðlauna í sínum þyngdarflokki í júdó (-90 kg) á smáþjóðaleikunum 2009 sem haldnir eru á Kýpur þessa dagana. Í maí s.l. vann Bjarni til bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í júdó.
Við óskum Bjarna til hamingju með þennan frábæra árangur.