Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. nóvember 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögregluhundur til lögreglunnar á Austurlandi

Í dag er gleðidagur fyrir samfélagið okkar hér á Austurlandi en lögreglan á Austurlandi fékk í dag afhentan lögregluhundinn Byl en þar er langþráður draumur okkar að verða að veruleika. Snjólaug Eyrún Guðmundsdóttir lögreglumaður verður umsjónarmaður Byls. Það kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra sem afhenti lögregluhundinn til lögreglunnar á Austurlandi í dag að það megi segja að Bylur hafi hæfileikana í genunum en foreldrar hans eru lögreglu og -fangelsishundarnir Þoka og Winkel sem bæði eiga glæsilegan feril að baki.