1. desember 2022
1. desember 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögregluæfing í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra verða við æfingar fyrir hádegi í Kópavogi í dag, fimmtudaginn 1. desember. Af þeim sökum verður meiri umferð ökutækja lögreglu á svæðinu en ella.
Íbúar/vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda um leið og þeim er þökkuð tillitssemin.