6. ágúst 2016
6. ágúst 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögregluaðgerð í Breiðholti – bíllinn fundinn
Bíllinn, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í gærkvöld, er kominn í leitirnar, en bíllinn fannst í Breiðholti. Þá hefur lögreglan náði sambandi við þá sem voru í bílnum, en hinir sömu eru óslasaðir. Rannsókn málsins er í fullum gangi, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.