25. janúar 2024
25. janúar 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögregluaðgerð í Breiðholti
Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Breiðholti eftir hádegi eftir að maður í hverfinu hafði uppi alvarlegar hótanir. Maðurinn hefur verið handtekinn og dregið hefur verið úr viðbúnaði lögreglu á vettvangi.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.