Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. janúar 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögregluaðgerð í Breiðholti

Þrír eru í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir hennar í Breiðholti í dag. Einn þeirra var handtekinn á heimili sínu eftir að hafa haft uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Hinir tveir voru handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn veittu athygli tveimur mönnum í bifreið í hverfinu. Þeir voru klæddir í eftirlíkingu af varnarvesti lögreglumanna, en við handtöku fundust einnig skotvopn sem reyndust eftirlíkingar af raunverulegum skotvopnum.

Rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.