5. ágúst 2016
5. ágúst 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögregluaðgerð í Breiðholti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra standa nú fyrir aðgerðum í Fellahverfi í Breiðholti, en tilkynnt var um tvo skothvelli í hverfinu um hálfníuleytið í kvöld. Tilkynningin var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og fólst m.a. í að lokað var fyrir umferð um svæðið. Enn er unnið að því að upplýsa málið og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Fólk er beðið um að vera ekki á ferli í hverfinu á meðan aðgerðir lögreglu standa yfir.