Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. maí 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögregla hittir ungmennaráð í Fjarðabyggð og Múlaþingi

Lögreglu bauðst í vikunni að hitta ungmennaráð Fjarðabyggðar annarsvegar og Múlaþings hinsvegar. Þar gafst tækifæri til að kynna starfsemi lögreglu og áherslur, auk þess að svara spurningum og reifa skoðanir og sjónarmið.

Afar áhugavert samtal sem þarna fór fram og miðar meðal annars að því að opna og bæta samskiptaleiðir. Takk fyrir okkur.

Ungmennaráð Múlaþings

Ungmennaráð Fjarðabyggðar