22. janúar 2021
22. janúar 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögreglan rannsakar rúðubrot
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar rúðubrot í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar í Sóltúni en grunur leikur á að skotið hafi verið á rúðurnar. Sérsveit Ríkislögreglustjóra og tæknideild lögreglu hafa lokið vinnu á vettvangi og er málið í rannsókn.
Þetta er í þriðja sinn á rúmu ári sem lögregla fær tilkynningu um sambærileg mál í höfuðstöðvum stjórnmálaflokka. Ekki liggja fyrir vísbendingar um hver gæti hafa verið að verki enn sem komið er.
Þeir sem hafa upplýsingar sem gætu nýst við rannsókn málsins eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is