Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. maí 2003

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögreglan og börn í reiðhjólaferð.

Í blíðviðrinu í morgun var haldinn sérstakur hjóladagur hjá nemendum í 5. bekk Grunnskólans á Ísafirði. Þá tóku nemendur og kennarar fram reiðhjól sín og hjóluðu inn Skutulsfjörðinn og inn í botn Engidals, með viðkomu í sorpbrennslustöðinni Funa. Um er að ræða árlega hefð hjá nemendum og kennurum skólans í 5. bekk. Stjórnendur þessara ferðar, kennararnir og skólastjórnendur, gæta ávallt alls öryggis, s.s. að allir séu með reiðhjólahjálma og svo framvegis. Þá hefur lögreglan á Ísafirði verið fengin til að fara á undan þessum stóra og fríða hópi ungra vegfarenda. Í dag var það Rósamunda Jóna Baldursdóttir, lögregluvarðstjóri, sem fylgdi hópnum og var hún sjálf á reiðhjóli, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Þetta er eitt af þeim mörgu skemmtilegu verkefnum sem lögreglan sinnir. Lögreglan vill nota tækifærið og hvetja foreldra til að huga vel að hjálmanotkun barna sinna m.t.t. reiðhjólanotkunar.