Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. mars 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögreglan nýtur mikils trausts

Lögreglan nýtur mikils trausts hjá almenningi en um það má lesa í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Spurt var um traust til fjórtán stofnana og embætta en 78% aðspurðra sögðust treysta lögreglunni og fékk hún næstbestu útkomuna að þessu sinni. Niðurstöðurnar eru úr netkönnun, sem Gallup gerði í síðasta mánuði.

Gallup hefur kannað traust til ýmissa stofnana um árabil, en traust almennings til lögreglunnar var 72% við samskonar mælingu árið 2021 og hefur því hækkað um 6 prósentustig á milli ára. Sjá nánar á heimasíðu Gallup.

Gallup