Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. mars 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögreglan nýtur mikils trausts

Ekki verður annað sagt en lögreglan fái góða útkomu þegar rýnt er í niðurstöðurnar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup, en þegar spurt var um traust til stofnana sögðust 83% bera mikið traust til lögreglunnar. Þetta er aðeins meira traust heldur en lögreglan naut á síðasta ári þegar sambærileg könnun var framkvæmd, en annars hafa laganna verðir fengið góða útkomu í þessum könnunum á undanförnum árum. Fyrir það vill lögreglan þakka og áfram ætlar hún að gera sitt besta til að standa undir þessu trausti. Lögreglan leyfir sér að líta svo á að hún sé að gera ýmislegt rétt og að niðurstöðurnar kunni að endurspegla það.