23. janúar 2015
23. janúar 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögreglan leitar vitna að umferðarslysi
Lögreglan á Suðurnesjum leitar vitna að umferðaróhappi sem varð um kl.13:15 þann 19 janúar 2015 á Grænásbraut í Reykjanesbæ, til móts við byggingu 1216. Þar var hvítri Toyota Yaris bifreið ekið á unga stúlku en hún var að koma úr strætisvagni sem stöðvað hafði við strætóskýlið. Ökumaður bifreiðarinnar hélt för sinni áfram án þess að huga að stúlkunni. Ökumaður bifreiðarinnar sem og þeir sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-2200.