10. september 2010
10. september 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögreglan leitar upplýsinga um mannaferðir við Landakotsskóla á miðvikudagskvöld
Skömmu fyrir kl. 20:00 sl. miðvikudagskvöld, 8. september, var kveikt í garðbekk við bakhurð Landakotsskóla. Ljóst er að talsvert hefur þurft af eldfimu efni til að kveikja eldinn þar sem bekkurinn var regnblautur fyrir. Ef ekki hefði verið fyrir snarræði íbúa hefði skaðinn geta orðið verulegur.Lögreglan biður þann eða þá er geta veitt upplýsingar um mannaferðir í kringum Landakotsskóla um þetta leyti á nefndum tíma að hafa samband í síma 444 1000.