11. september 2006
11. september 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögreglan leitar tveggja ungra manna
Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select.
Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust. Síminn hjá lögreglunni í Reykjavík er 444-1000.