6. janúar 2014
6. janúar 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum að umferðarslysi.
Klukkan 12:52 síðastliðinn föstudag var tilkynnt um umferðarslys á Biskupstungnabraut rétt ofan við brúna yfir Brúará. Starfsmaður verktaka var á veginum að mæla í tengslum við vegagerð þegar hann varð fyrir bifreið á leið suðvestur veginn. Lögreglan biður þá sem áttu þarna leið um á þessum tíma að hafa samband í síma lögreglu 480 1010 og veita upplýsingar um aðstæður á vettvangi í aðdraganda slyssins.