Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. apríl 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögreglan á Ísafirði stöðvar kannabisræktun.

Um hádegisbilið í dag framkvæmdi lögreglan á Ísafirði húsleit í einbýlishúsi einu á Suðureyri. Húsleitin var gerð að fengnum húsleitarúrskurði Héraðsdóms Vestfjarða. Við leitina fundust örfáaar kannabisplöntur sem voru undir sérstöku ljósi. Við húsleitina fannst töluvert af áhöldum sem virðast hafa verið notuð til meðhöndlunar kannabisefna. Engin fíkniefni fundust við leitina, utan jurtanna áðurnefndu.

Íbúinn var ekki heima þegar húsleitin var gerð. Hans er nú leitað vegna málsins.