Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. nóvember 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lögregla leitar eiganda muna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldlagði í síðustu viku talsvert magn af verkfærum og fleiri muni er fundust við húsleit. Maður á fertugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins, grunaður um fjölda innbrota og sætir nú gæslu vegna síbrota.

Nokkrir munanna hafa þegar skilað sér til eigenda en enn eru margir eftir í vörslu lögreglu og ekki vitað hverjum þeir tilheyra.

Meðfylgjandi ljósmyndir eru af munum sem enn eru hjá lögreglu og ekki hefur tekist að tengja þá við tiltekin mál. Telji einhver sig þekkja þá sem sína eign þá vinsamlegast hafi samband með tölvupósti á asgeir.gudmundsson@lrh.is.