14. júní 2008
14. júní 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lögregla leggur hald á fíkniefni og peninga
Lögreglan lagði hald á að um 800 gr af hassi og um 200 þúsund í peningum við húsleit í Breiðholti í gærkvöldi. Húsleitin var gerð á grundvelli úrskurðar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Karlmaður, 25 ára, var handtekinn og verður yfirheyrður í dag vegna málsins. Annar karlmaður 23 ára var einnig handtekinn en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Við húsleitina naut lögreglan aðstoðar fíkniefnaleitarhunds frá Tolli.