13. desember 2021
13. desember 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Loftslagsstefna og aðgerðaráætlun Lögreglustjórans á Vesturlandi
Umhverfisstofun samþykkti formlega á föstudaginn var, loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun lögreglustjórans á Vesturlandi vegna loftslagsmála. Við erum afar stolt af því að fá slíka staðfestingu Umhverfisstofunnar, fyrst lögregluembætta landsins.
Samkvæmt lögum um loftslagsmál ber ríkisstofnunum að setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal m.a. innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo þeim markmiðum verið náð. Tilgangur loftslagstefnu er að auðvelda ríkisaðilum að draga markvisst úr áhrifum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda af starfsemi sinni og vera til fyrirmyndar með því að hafa bein og óbein áhrif á loftslagsskuldbindingar Íslands.