Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. desember 2025

Ljósmæður HSU á alþjóðlegri ráðstefnu í fósturlækningum

Þær Sigurlinn Sváfnisdóttir, fósturgreiningarljósmóðir, og Hugborg Kjartansdóttir, ljósmæðranemi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sóttu alþjóðlega ráðstefnu í London fyrr í mánuðinum.

Sigurlinn Sváfnisdóttir til vinstri, Jóna Salný Guðmundsdóttir ljósmóðir á Neskaupstað fyrir miðju og til hægri er Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir á Akranesi

Með þeim voru fósturgreiningarljósmæður frá Landspítala, landsbyggðinni og sérfræðingar frá tugum annarra landa. Markmið ráðstefnunnar var að kynna og ræða nýjustu þekkingu og þróun í fósturlækningafræðum. Ráðstefnan var á vegum Fetal Medicine Foundation í London og er haldin einu sinni á ári. Á ráðstefnunni komu saman yfir 1.000 þátttakendur þar á meðal sérfræðingar, læknar og ljósmæður í fósturskimunum (e. fetal medeicine) frá 96 löndum. 

Í þessum fræðum er talið lykilatriði að fylgjast náið með nýjungum og samræma verklag.  Kristín Rut á fósturgreiningardeild Landspítala, sem Sigurlinn er í reglulegum samskiptum við, benti á mikilvægi þátttöku. Þá voru einnig fæðingarlæknar frá sónardeild Landspítala meðal þátttakenda, sagði hún um ferðina. 

Það er gríðarlega mikilvægt að ljósmæður, ásamt öðru starfsfólki HSU sæki sér reglulega fræðslu fylgir Sigurlinn eftir. Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um nýjustu kynslóð ómskoðunartækja, þar sem gervigreind er komin inn í tækin til að aðstoða við mælingar og greiningar.

Á síðasta ári voru um 1000 einstaklingar sem komu á HSU vegna fósturskimana,