Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. ágúst 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Líkfundur í Laxárdal í Nesjum

Lögreglan á Suðurlandi og Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinna áfram úr ábendingum sem borist hafa vegna líkfundarins í Laxárdal í Nesjum þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn. Kennslanefndin hefur m.a. til skoðunar hvort um geti verið að ræða franskan ríkisborgara sem kom til landsins í byrjun október á síðasta ári. Kennslanefndin er að vinna með frönskum lögregluyfirvöldum vegna málsins sem og rannsóknarstofu í Svíþjóð sem framkvæmir m.a. DNA-greiningar fyrir sænsku Kennslanefndina. Nokkurn tíma getur tekið að fá staðfest auðkenni þannig að unnt sé að bera kennsl á hinn látna. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Reykjavík 25. ágúst 2015

Gylfi H. Gylfason, formaður Kennslanefndar ríkislögreglustjóraogÞorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi.