Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. ágúst 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Líkamsárásir á menningarnótt

Tvær líkamsárásir hafa verið tilkynntar til lögreglu eftir menningarnótt þegar þetta er skrifað og verður það að teljast lítið. Báðar eru taldar minniháttar, en þær áttu sér stað í miðborginni í nótt. Þess utan var lögreglan kölluð að húsi í borginni í gærkvöld, en þar var um heimilisofbeldi að ræða. Tveir voru handteknir í íbúð í húsinu, en gera þurfti að sárum annars þeirra eftir átökin.