Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. janúar 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Líkamsárás – þrír handteknir

Þrír til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fólskulegri líkamsárás í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Um er að ræða þrjá karla en þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Fyrr í dag voru karl og kona úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. janúar vegna þessa sama máls. Þau eru bæði á þrítugsaldri.