16. mars 2011
16. mars 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Líkamsárás – þriggja ára fangelsi
Karl á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hættulega líkamsárás. Málsatvik voru þau að maðurinn réðst á unglingsstúlku síðastliðið haust. Árásin var fólskuleg en hún átti sér stað um miðjan dag á göngustíg norðan Suðurlandsbrautar í Reykjavík.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.