Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. maí 2025

Líkamsárás í Úlfarsárdal

Einn er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í Úlfarsárdal í dag

En tilkynnt var um árásina um þrjúleytið. Um var að ræða átök manna utandyra í hverfinu, en málsatvik eru um margt óljós á þessu stigi. M.a. um áverka brotaþola. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.