28. nóvember 2023
28. nóvember 2023
Þessi frétt er meira en árs gömul
Líkamsárás í Grafarholti – fjögurra vikna gæsluvarðhald
Karlmaður var í gærkvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til mánudagsins 25. desember, á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í Grafarholti í Reykjavík sl. föstudagsmorgun, en þar var maður stunginn með hnífi.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.