Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. júlí 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Líkamsárás – gæsluvarðhald til 19. júlí

Karl á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. júlí að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en það var gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn í Grafarholti í nótt, en hann er grunaður um að hafa stungið sambýliskonu sínu með hnífi. Konan, sem er á þrítugsaldri, var flutt á slysadeild, en hún hlaut alvarlega áverka. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.