5. júní 2009
5. júní 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Líkamsárás – fjögur í gæsluvarðhald
Tveir karlar og tvær konur voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 15. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið var handtekið í þágu rannsóknar lögreglu á alvarlegri líkamsárás í húsi miðborg Reykjavíkur í gær. Þrjú þeirra hafa kært niðurstöðuna til Hæstaréttar en fólkið er á þrítugs- og fimmtugsaldri.