27. apríl 2012
27. apríl 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Líkamsárás – áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. maí
Sautján ára piltur hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Pilturinn var handtekinn í Kópavogi um síðustu helgi eftir að lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás. Þar hafði hann veitt konu á þrítugsaldri áverka með hnífi. Pilturinn er vistaður á viðeigandi stofnun í samráði við barnaverndaryfirvöld.