Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. júní 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lík rjúpnaveiðimanns fundið

Um nónbil í gær, þriðjudag, barst lögreglunni á Selfossi tilkynning um líkfund í Selgilsbökkum sem eru við Þverá rúman einn og hálfan kílómetra NNA af bænum Fossnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Staðfest er að líkið er af Trausta Gunnarssyni sem leitað hefur verið að frá því 29. nóvember síðastliðinn er hann varð viðskila við tvo félaga sína á Skáldabúðaheiði þar sem þeir gengu til rjúpna. Um 10 kílómetrar eru frá þeim stað þar sem Trausti yfirgaf bifreið þeirra félaga og að þeim stað sem hann fannst. Það voru ábúendur á Fossnesi sem fundu líkið er þeir voru á leið til að viðhalda girðingum við Þverá sem rennur með Selgilsbökkum. Lögreglan á Selfossi vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitarmanna og allra þeirra sem komu að leitinni að Trausta heitnum.