18. júlí 2014
18. júlí 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Lík af karlmanni fannst í gær sunnan við Landmannalaugar
Lík fannst á Landmannafrétti í gær við Háöldu. Líkið er talið vera af Bandaríkjamanninum Nathan Foley Mendelssohn sem leit var gerð að s.l. haust, en tilkynning og beiðni um eftirgrennslan barst lögreglunni á Hvolsvelli þann 27. september s.l. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Hvolsvelli. Málið er í hefðbundu ferli og hefur verið óskað aðkomu kennslanefndar, svo unnt sé að bera kennsl á manninn.