Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. apríl 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Leyfileg hæð ökutækis er 4,20 metrar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill árétta að leyfileg hæð ökutækis er 4,20 metrar, líkt og kemur fram í reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Í 10. gr. hennar segir ennfremur að hæð ökutækis skal mæld hornrétt frá yfirborði vegar að þeim hluta þess sem hæst stendur.

Í gær var vörubíl með fullfermi ekið á hæðarslá á Miklubraut við Skeiðarvog. Engan sakaði en af þessu varð nokkurt tjón. Óhöpp af þessu tagi eru ekki nýmæli á höfuðborgarsvæðinu og því er full ástæða til að ítreka þessi skilaboð hér að ofan.