Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. október 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lést í bruna

Þrír menn voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í húsnæði við Funahöfða síðdegis í gær. Einn hinna slösuðu lést á gjörgæsludeild nokkru síðar en hinir tveir eru ekki taldir í lífshættu.

Eldsupptök eru ókunn en rannsókn lögreglu á brunavettvangi stendur yfir.

Tilkynning um eldinn barst kl. 15:14 og hélt fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn. Slökkvistarf gekk vel og var að mestu lokið innan klukkustundar.

Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu