15. september 2023
15. september 2023
Lengdur opnunartími
Frá 18. september munum við opna þjónustumiðstöð TR í Hlíðasmára 11 og símaráðgjöf kl. 10.00 og hafa opið til kl. 15.00 alla virka daga.
Sérfræðingar í síma og afgreiðslu kl. 10.00 – 15.00
Sérfræðingar okkar sem sinna bæði ráðgjöf í síma og afgreiðslu og eru auk þess við vinnslu mála verða til taks frá kl. 10.00 til 15.00 alla virka daga.
Mínar síður TR eru alltaf opnar en þar eru upplýsingar um stöðu mála hjá viðskiptavinum og einnig birtast þar skjöl sem varða hvern og einn. Á Mínum síðum TR er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og ábendingar og síðast en ekki síst eru þar allar umsóknir til þess að sækja um rafrænt.
Einnig minnum við á tr.is þar sem er að finna upplýsingar um allt sem snýr að almannatryggingum og aðgengileg svör við spurningum sem upp kunna að koma varðandi réttindi og greiðslur.