Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. september 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Leitin að þýska ferðamanninum við Látrabjarg.

Kl.08:00 í morgun hófst að nýju leit að þýska ferðamanninum á og við Látrabjarg. Leitarsvæðið er allstórt og taka nú um 50 björgunarsveitarmenn þátt í henni. Veður er ekki með besta móti á svæðinu og óvíst hvort þyrla LHG taki þátt í leitinni. Björgunarsveitir á svæði 6, í Vesturbyggð, hafa fengið liðsauka frá öðrum björgunarsveitum Landsbjargar. Svæðisstjórn er staðsett í Vesturbyggð og er hún fullskipuð.