Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. janúar 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Leitin að Birnu Brjánsdóttur – þriðji maðurinn handtekinn

Rannsókn lögreglu leiddi í kvöld til þess að þriðji áhafnarmeðlimur Polar Nanoq var handtekinn um borð í skipinu þar sem það er á leið til landsins. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, þ.e. að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar sl. Hann verður yfirheyrður við komuna til landsins.