Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. desember 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Leit að manni á Skáldabúðaheiði

Á annað hundrað björgunarsveitarmenn hafa boðað þátttöku sína í leit að manni á Skáldabúðarheiði á morgun föstudag en hann hefur verið týndur síðan s.l. laugardag, 29. nóvember. Gert er ráð fyrir að leitarmenn verði komnir á leitarsvæði í birtingu en veðurspá er góð, hægviðri og frost. Björgunarsveitarmenn hafa í dag og í gær farið yfir gögn um þá leit sem þegar hefur verið framkvæmd og skipulagt vinnu morgundagsins í samræmi við það.

Maðurinn sem leitað er að heitir Trausti Gunnarsson til heimilis að Eskihlíð 12b í Reykjavík. Hann er fæddur árið 1938.