Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. október 2025

Leiðtogum í tækni fagnað

Birna Íris Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands var tilnefnd á lokalista Nordic Women in Tech verðlaunanna í ár og sótti hátíðarviðburð í Helsinki síðastliðinn föstudag.

Nordic Women in Tech verðlaunin miða að því að fagna og auka sýnileika á framlagi kvenna í tæknigeiranum og leiðtogum á því sviði. Birna Íris var tilnefnd í flokknum Digital Transformation Leader of the Year sem beinir sjónum að fólki sem leiðir stafrænar vegferðir og nýsköpun sem stuðlar að samfélagslegum ávinningi.

„Það er heiður að vera á lista með svona flottum frumkvöðlum og framúrskarandi konum í tæknigeiranum á Norðurlöndunum. Við fögnum því að konur sæki fram á því sviði sem sögulega hefur í gegnum tíðina verið álitinn karllægur bransi. Nú vita allir að fjölbreytt teymi leysa flókin viðfangsefni hraðar og betur en einsleit. Ég lít á þessa tilnefningu sem mikilvæga viðurkenningu á árangri okkar hjá Stafrænu Íslandi í umbreytingu opinberrar þjónustu á Íslandi,“ segir Birna Íris.

Sigurvegari ársins var Edmary Altamiranda Maldonado sem starfar hjá Aker BP í Noregi og leiðir verkefni þeirra á sviði stafrænnar umbreytingar í iðn- og orkukerfum.

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.