18. júlí 2017
18. júlí 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Leiðindaveður í aðsigi
Spáð er leiðindaveðri í dag, eða suðaustan átt og 10 til 18 metrum á sekúndu, og því vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minna fólk á að huga að lausamunum og festa þá niður eða koma í skjól, en hér er t.d. átt við garðhúsgögn og trampólín. Samkvæmt spánni fer að blása nokkuð hressilega eftir hádegi og líklega mun ekki lægja fyrr en um eða eftir kvöldmat.