8. nóvember 2018
8. nóvember 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Laus úr gæsluvarðhaldi – hnífsstunga
Erlendur karlmaður sem handtekinn var í Þorlákshöfn að kvöldi s.l. sunnudags og úrskurðaður í gæsluvarðhald til kl. 18:00 í dag var látinn laus að lokinni yfirheyrslu upp úr kl. 14:00 í dag þar sem ekki þótti ástæða til að hafa hann í haldi lengur. Maðurinn hefur neitað sök. Konan sem hann er talinn hafa stungið með hníf er útskrifuð af sjúkrahúsi og dvelur nú hjá venslafólki. Rannsókn málsins heldur áfram m.a. með úrvinnslu gagna.