Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. júní 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Látinn eftir umferðarslys í Borgarfirði

Indverskur karlmaður á fertugsaldri, ökumaður bifhjóls sem fór útaf malarvegi í Hvítársíðu í Borgarfirði fimmtudaginn 25. maí sl. og slasaðist alvarlega, var úrskurðaður látinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir hádegi í gær. Kona mannsins var farþegi á hjólinu en hún slapp lítið meidd.