Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. febrúar 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Látinn eftir umferðarslys

Karlmaður er látinn eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, á móts við álverið í Straumsvík, þriðjudaginn 30. janúar, en tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 18.58. Þar rákust saman fólksbifreið og vöruflutningabifreið, en þeim var ekið úr gagnstæðri átt. Maðurinn var annar ökumannanna.

Hinn látni hét Eiríkur Örn Jónsson og lætur hann eftir sig unnustu og fjögur börn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.