Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. október 2025

Landspítali á Ísland.is

Við bjóðum Landspítalann velkominn á Ísland.is.

Landspítalinn hefur flutt vef sinn inn á Ísland.is. Um er að ræða einn umfangsmesta vef sem uppfærður hefur verið samkvæmt efnis- og hönnunarstefnu Ísland.is.

Landspítalinn er meðal stærstu vinnustaða landsins og er bæði þjóðarsjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, og háskólasjúkrahús þar sem fram fer starfsnám, sérmenntun og fjölbreytt vísindastarf hjá tæplega 200 mismunandi deildum og teymum.

Uppsetning vefsins endurspeglar margþætt hlutverk hans en þar er skýr aðgreining milli efnis fyrir almenning og fagfólk. Efni sem flutt var af eldri vef hefur verið einfaldað, stytt og allur texti einnig þýddur yfir á ensku með það að markmiði að allt efni sé skýrt, aðgengilegt og notendavænt.

Verkefnisstjóri fyrir hönd Landspítalans í þessu umfangsmikla verkefni var Sirrý Sigurðardóttir teymisstjóri vefmála, hún ræðir umfang þess og áherslur í þessu myndbandi.

Nú eru alls 63 vefir opinberra aðila innan vébanda Ísland.is. Helstu kostir þess fyrir opinbera aðila er aðgangur að sameiginlegum verkfærum, rekstrarumhverfi og sérþekkingu. Efni vefjanna er aðgengilegt öllum notendum Ísland.is í gegnum leit og leiðakerfi og sett upp með hliðsjón af hönnunar- og efnisstefnum sem tryggja góða og samræmda upplifun notenda.

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.