15. apríl 2025
15. apríl 2025
Landamæragreining fyrir 1. ársfjórðung: Staða og þróun á landamærunum
Ríkislögreglustjóri hefur gefið út nýtt fréttabréf, Landamæragreining, sem fjallar um þróun og stöðu mála á landamærum Íslands.

Lesa fréttabréfið Landamæragreining (pdf)
Bréfið verður gefið út ársfjórðungslega og byggir á nýjustu gögnum sem ríkislögreglustjóri, lögregluembættin og aðrir löggæsluaðilar hafa tekið saman og er ætlað að greina og veita innsýn í stöðuna á landamærum Íslands og Schengen.
Helstu atriði í fréttabréfinu eru:
Loftlandamæri
Nýjustu gögn um fjölda umsókna um alþjóðlega vernd.
Nýjustu gögn um frávísanir á landamærum.
Nýjustu gögn um mansalstilkynningar á landamærum.
Sjólandamæri
Nýjustu gögn um fjölda skipafarþega.
Nýjustu gögn um skipakomur til landsins.
Alþjóðafréttir
Nýjustu gögn um óreglulega för yfir landamæri Evrópu frá Frontex.
Umfjöllun um heimsókn framkvæmdastjóra Frontex til landsins.