9. september 2011
9. september 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Landaframleiðsla í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði landaframleiðslu í húsi í Kópavogi í morgun. Lagt var hald á um 800 lítra af gambra, nokkra tugi lítra af landa og búnað tengdan starfseminni. Einn maður var handtekinn og yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.