Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. ágúst 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum

Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum, sem greint var frá sl. föstudagskvöld, miðar vel. Lagt var hald á tugi kílóa af fíkniefnum í sameiginlegum aðgerðum lögreglu, en fjórir aðilar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 17. ágúst í þágu rannsóknarinnar eins og áður hefur komið fram. Rannsókn málsins hefur staðið yfir undanfarna mánuði, en að henni koma embætti lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.