Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. september 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lagt hald á stera og skotfæri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af sterum við húsleit í Kópavogi í síðustu viku. Á sama stað fannst einnig allnokkuð af skotfærum sem og búnaður til lyfjaframleiðslu. Var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglu. Karl á fimmtugsaldri, sem var handtekinn á vettvangi, var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar.