Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. september 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lagt hald á haglabyssu og fíkniefni

Lögreglan lagði hald á afsagaða haglabyssu og fíkniefni við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gær. Um var að ræða bæði kannabisefni og ætlað amfetamín, en fíkniefnin var að finna á nokkrum stöðum í íbúðinni. Á sama stað var einnig lagt hald á muni sem grunur leikur á að séu þýfi. Tveir karlar á fertugsaldri voru handteknir á vettvangi í þágu rannsóknarinnar.